3.3.2010 | 11:14
Þýðir "Nei" við icesave dómstólaleið?
Ég bara spyr. Þar sem stjórnin hefur allavega gert tvær tilraunir til þess að landa samningi, sem hafa misheppnast, og útséð er um að Bretar og Hollendingar gefi frekar eftir. Fyrir mína parta hef ég haft mjög breytilegar skoðanir á málinu en nú er svo komið að ég vill ekki að skrifað verði undir eitt nei neitt. Í raun finnst mér að flestir Íslendingar séu, líkt og ég, fyrir löngu komnir með æluna upp í kok út af þessu máli. Því væri best að fá endanlega niðurstöðu í eitt skipti fyrir öll frá óháðum dómstólum. Hvað finnst þér?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.